GERÐU BÍLINN KLÁRANN FYRIR FERÐALAGIÐ!

Er vélin klár fyrir ferðina?

Hver árstíð hefur sínar heillandi hliðar til ferðalaga og mikilvægt að vera vel búinn hvernig sem spáin er. Vel smurð vélin þarf góðar olíur í rétt magni og rétt er að huga að því hvort ekki sé heppilegt að smyrja bílinn áður en lagt er af stað.

  • Göngum úr skugga um að gæði og magn olíu sé rétt og kælivökvi sé nægur og frostþolinn.
  • Könnum ástandið á beltum og reimum. Ekki leggja af stað með þreyttar reimar og slök belti.
  • Tökum stöðuna á bremsuvökva, olíu og eldsneyti og könnum smit og leka.
  • Mælum stöðuna á rafgeyminum og staðfestum að bíllinn hlaði.

Drifbúnaðurinn

Við könnum drifliði, sköft og fjöðrun – ef þú heyrir aukahljóð láttu þá kanna málið áður en þú leggur af stað.

Sprungnar eða rifnar hosur geta orðið vandamál á ferðalaginu. Vertu viss um að allt sé eins og það á að vera.

Undirvagninn yfirfarinn

Könnum stöðuna á dempurum, gormum og fjöðrum. Skoðum dekkjamynstur, loftþrýsting í dekkjum og bremsur framan og að aftan. Ef fjöðrun er slök er hætta á að lenda í vandræðum við akstur á grófum malarvegum og yfir „þvottabretti“.

Slök fjöðrun getur einnig leitt af sér einkennileg aukahljóð ef ekið er í holu eða á grófum vegum. Njóttu ferðarinnar með fjöðrunina í fullkomnu lagi.

SJÁÐU BETUR OG LENGRA

Gefðu bílnum veglegra útlit og aukið öryggi við akstur þegar dimma tekur. Með nýjum LED ljóskösturum sérðu lengra og betur þegar birtu bregður. Hafðu samband og kannaðu sérkjör á ljósum og ásetningu saman í pakka.

EKKI BARA FYRIR JEPPA MEÐ STÓR DEKK

Stærðin á bílnum eða dekkjunum skiptir ekki máli. Við sinnum öllum stærðum og gerðum af bílum. Renndu við hjá okkur og gerðu bílinn klárann fyrir næstu ferð.

Hjá okkur færðu mikið af aukbúnaði sem getur gert bílinn öflugri og öruggari en við bjóðum einnig mikið úrval af vönduðum ferðavörum sem gera ferðalagið þægilegra og skemmtilegra.

Tilboð?

Vi bruker én time på å gå over bilens utsatte punkter, vi har satt prisen på denne undersøkelsen til en pris noe lavere enn vår normale timespris.

Kun for at du skal føle deg tryggere på veien!

…og lurer du på om vi fyller opp bremsevæsken dersom det mangler en skvett? Svaret er selvfølgelig JA!

HAFÐU SAMBAND

Bókaðu tíma fyrir ferðaskoðun hjá Arctic Trucks.


Hafðu samband á opnunartíma í síma 540-4900
eða sendu okkur skilaboð hér fyrir neðan og við verðum í sambandi.