Posted on

Aurhlífar

Aurhlífar þurfa að hylja alla breidd sóla hjólbarðans og kasthorn á bilinu 15-25°. Kasthorn er hornið á línu gegnum miðjan snertiflöt hjóls við veg og neðstu brúnar aurhlífarinnar. Leyfilegt er samkvæmt reglum að sleppa aurhlífum að framan sé jeppinn með stigbretti sem ná út fyrir sóla dekkjanna. Fæstir nýta sér þá heimild vegna þess að aurhlífar minnka verulega austurinn upp á bílinn. Í sumum tilvikum er gott að festa vír eða keðju milli þeirra og yfirbyggingar til að þeir leggist ekki undir dekkin þegar bakkað er í snjó eða drullu.

LC detail