BÍLAVERKSTÆÐI
ARCTIC TRUCKS

SÉRHÆFÐ BÍLAÞJÓNUSTA

HJÁ ARCTIC TRUCKS

Við veitum vandaða alhliða bílaþjónustu fyrir allar stærðir og gerðir bíla en sérhæfum okkur í jeppum og torfærutækjum. Komdu til okkar hvort sem þú veist hvað þarf að gera við bílinn eða til þess að byrja á bilanagreiningu.

4×4 ER OKKAR SÉRSVIÐ

Við höldum því ekki fram að allir 4×4 bílar séu eins en við höfum yfir 30 ára reynslu af viðhaldi 4×4 bíla og gjörþekkjum bíla frá öllum helstu framleiðendum. Nýttu þér áratugareynslu okkar og láttu okkur sinna fyrirbyggjandi aðgerðum og nauðsynlegu viðhaldi.

SMURÞJÓNUSTA FYRIR ALLA BÍLA

Við veitum vandaða smurþjónustu fyrir allar gerðir bíla og notum eingöngu viðurkenndar olíuvörur frá framleiðendum í fremstu röð.

LJÓSIN Í MÆLABORÐINU

Hvað þýða ljósin í mælaborðinu? Ef þú ert í vafa komdu til okkar og við lesum úr viðvörunarljósum og villuboðum fyrir þig. Saman ákveðum við svo næstu skref.

HALTU SJÁLFSKIPTINGUNNI
Í TOPP STANDI

Það er mikilvægt að fylgjast vel með sjálfskiptingunni og sjá til þess að rétt vökvamagn sé á henni og einnig að skipt sé um vökva með reglulegu millibili. Hafðu samband og bókaðu tíma í skoðun á sjálfskiptingu.