Posted on

Hátt og lágt drif

Hlutverk millikassans er að flytja afl til aftur- og framhásingar. Í honum eru tveir gírar sem venjulega eru kallaðir háa og lága drifið. Við venjulegan akstur er jeppinn hafður í háa drifinu. Við sérstakar aðstæður, svo sem við ár, í stórgrýti, á slæmum vegaslóðum eða við þungan drátt er mikilvægt að bíllinn sé hafður í lága drifinu. Þegar skipt er milli drifa er best að bíllinn sé kyrrstæður eða á mjög lítilli ferð. Bíl í lága drifinu má aka í öllum gírum og eins hratt og aðstæður leyfa. Hlutverk lága drifsins er að hlífa vél, kúplingu og gírkassa við of miklu álagi og gera ökumanni kleift að hafa betri stjórn og tilfinningu fyrir bílnum við erfiðar aðstæður. Við vissar kringumstæður, einkum við akstur í ám, getur verið varasamt að aka í háa drifinu.