Posted on

Hersla á felgum

Reynsla hefur sýnt að nauðsynlegt er að fylgjast reglulega með herslu á felgum undir jeppum.

Eftirfarandi atriði eru mjög mikilvæg við herslu á felgum:

  • Mikilvægt er að endurherða felgurær eftir um það bil 200 km frá ásetningu.
  • Hámarkshersla á felguróm skal ætíð vera eftir leiðbeiningum framleiðanda bílsins.
  • Herða þarf felgurær með herslumæli. Ofhersla í eitt skipti eyðileggur felguboltana.
  • Þrífið felgur og bremsuskálar áður en hjólið er sett á.
  • Smyrjið aldrei felgubolta eða felgurær því þá geta rærnar losnað af.
  • Herðið rærnar alltaf í kross
  • Fylgist með á dekkjaverkstæðum að sá sem er að vinna við að skipta um dekk og felgur fari eftir leiðbeiningum