Lýsing
Hágæða grillgrind frá Misutonida sem bætir bæði útlit og vörn bílsins þíns. Hönnuð sérstaklega fyrir Nissan Navara NP300 2016 og nýrri . Grindin veitir aukna vörn fyrir framhluta bílsins gegn höggum og skemmdum og bíður upp á festingu fyrir aukaljós að auki.
Helstu eiginleikar:
- Hágæða ryðfrítt stál: Framleidd úr 100% ryðfríu stáli sem tryggir langvarandi endingu og tæringarþol.
- Hönnun: Stöðug og sterkbyggð hönnun sem veitir trausta vörn.
- Einföld uppsetning: Kemur með öllum nauðsynlegum festingum og ítarlegum leiðbeiningum fyrir fljótlega og auðvelda uppsetningu.
- Þvermál rörs: 63mm
- Evrópu samþykkt (EC): Fylgir evrópskum öryggisstöðlum og er lögleg til notkunar á vegum innan ESB.
- Ítölsk framleiðsla: Hannað og framleitt á Ítalíu
Þessi árekstrargrind sameinar styrk, öryggi og stílhreina hönnun, sem gerir hana að fullkominni viðbót fyrir bifreiðina þína.
Við bjóðum einnig upp á ásetningar á grindunum. Leitið upplýsinga hjá sölufólki okkar.