LAND ROVER DEFENDER AT33

kr. 680.000

AT33 breytingin á Defender gerir kleift að koma stærri og mýkri dekkjum undir bílinn. Við gerum aðlögun á hjólaskálum að framan með því að skera úr stuðara og sílsum. Þannig verður gott pláss fyrir stærri dekk en auk þess setjum við stærri aurhlífar frá Land Rover á bílinn. Með breytingunni komast öflug Mickey Thompson Baja Legend EXP jeppadekk, 275/60R20* undir bílinn án þess að breyta þurfi fjöðrunarbúnaði eða hækka bílinn upp. Útkoman er mun öflugri jeppi á mýkri og gripmeiri dekkjum sem gera þér kleift að takast á við erfiðara færi og grófari vegi af öryggi og ánægju.
*Bílar á 18” felgum fara á Mickey Thompson Baja Legend EXP í stærðinni 275/70R18.

Flokkur: