ENDURHÖNNUÐ KLASSÍK

LAND ROVER DEFENDER

Hærri, fallegri og með betra veggrip.

Frábært samstarf Arctic Trucks og B&L heldur áfram og nú kynnum við Defender AT35: Hærri, duglegri og enn fallegri en óbreytta útgáfan, sem þó gleður ávallt augað.

ALDREI OF VEL BÚINN

ÚRVAL AUKAHLUTA

Við eigum mikið úrval aukahluta sem henta fyrir Defender, allt frá farangursboxum að loftdælum, samlitum brettaköntum og festingum fyrir skíði og reiðhjól.

Hækkar um 77mm
Brettakantar
Úrval af skíðafestingum og boxum
Dekkjaviðgerðasett
Hljóðlát og vönduð jeppadekk
Loftmælir og úrhleypibúnaður

SETTU SAMAN BREYTINGAPAKKA

Arctic Trucks er umboðsaðili fyrir fjölda leiðandi framleiðenda á hvers kyns aukabúnaði og íhlutum og við getum örugglega útvegað þér næstum allt sem þú þarfnast.

LAND ROVER DEFENDER AT

Frá: kr. 0

Hér getur þú sett saman þinn eigin Land Rover Defender með eða án breytingar og áætlað kostnað í heildarpakkann með allri vinnu og íhlutum. Pakkann má vista sem pdf-skjal og senda okkur til að fá tilboð í verkið.

LAND ROVER DEFENDER AT33

kr. 680.000

Minni breyting, AT33, með úrklippu en án hækkunar, veitir möguleika á stærri dekkjum 275/60R20 án þess að breyta fjöðrunarbúnaði.

LAND ROVER DEFENDER AT35

kr. 1.970.000

Með AT35 breytingunni og brettaköntunum fær jeppinn hina eftirsóttu Arctic Trucks drifgetu og útlit. Jeppinn hækkar um 77 mm í heild og heldur sinni framúrskarandi fjöðrun. Betra drif og flot í snjó, sandi og aur með stærri og belgmeiri dekkjum.

Helstu breytingar:

  • 30 mm hækkun á fjöðrun.
  • Úrklipping úr hjólaskálum framan
  • Stærri brettakantar
  • 35” dekk
  • Upprunalegar felgur eru notaðar áfram en möguleiki er að uppfæra í 20” felgur
  • Aurhlífar
  • Gangbretti
  • Endurstilling á hæðarskynjurum
  • Hjólastilling

Þessi breyting er einnig í boði með stærri brettaköntum og breiðari álfelgum ofl. Heildarverð á þeirri breytingu er 3.890.000 kr.

 

Flokkur:

1. Fylltu í reitina

2. Sækja PDF skjal eða fá í tölvupósti