Lýsing
22″ Ledbar sem hefur þann eiginleika að vera með innbyggt appelsínugult blikkljós. Einstaklega öflugt viðvörunarljós sem gefur einnig óviðjafnanlega hágeisla. Siberia Night Guard ledbarið er hannað fyrir erfiðar aðstæður á köldum svæðum eins og Íslandi. Strands ljósin eru hágæðaljós frá Svíþjóð sem hafa sannað sig í íslenskum aðstæðum. Bæði breiður og langur ljósgeisli sem lýsir upp í allt að 980m fjarlægð. Fullkomið fyrir fjölbreyttan akstur, sama á hvaða vegi þú ekur. Siberia Night Guard stöðuljósið kemur með duo virkni, hægt er að velja á milli að hafa stöðuljósið appelsínugullt eða hvítt.
E merkt ljós.
Upplýsingar um lit víra:
Svartur: Jörð
Rauður: Plús
Grár: Hvítt stöðuljós (plús)
Gulur: Appelsínugult stöðuljós (plús)
Gulur/grænn: Appelsínugult blikkljós (grænn)
Hentar líka fyrir vinnuvélar og vörubifreiðar þar sem ljósin eru 9-32 volt