Lýsing
Heilsett með 2x 9″ kösturum frá Strands sem gefa frá sér ótrúlegt ljósmagn, festingu sem fer á bakvið númeraplötu og víralúm. Flood geisli og 20400 lúmens per kastara sem gerir það að verkum að það lýsist allt upp í allt að kílómeters fjarlægð. Einn af flottustu kösturum á markaðnum í dag. Bæði hvítt og appelsínugult stöðuljós.
Siberia NR er byggður úr endingargóðum efnum. Linsan er úr gegnsæjum PC (polycarbonate), sem gerir hana í rauninni nánast óbrjótanlega og verndar díóðurnar fyrir rispum og veðri. Endingargott álhús þolir einnig salt og annað álag frá erfiðu loftslagi.
Upplýsingar um lit víra:
Svartur: Jörð
Rauður: Plús
Hvitur: Hvítt stöðuljós (plús)
Gulur: Appelsínugult stöðuljós (plús)
Hentar líka fyrir vinnuvélar og vörubifreiðar þar sem ljósin eru 9-32 volt