STYRKURINN SKIPTIR MÁLI

NISSAN NAVARA AT35

Mun fallegri og ekki síst öflugri

Kantarnir á Navara gjörbreyta bílnum til hins betra. Frábærir aksturseiginleikar bílsins koma í ljós um leið, malbik, möl og vegleysur líða hjá áreynslulaust. Stærri dekk dreifa þyngdinni betur og með því að hleypta aðeins úr dekkjunum verður Navaran enn mýkri og betri í akstri.

AT-35 pakkinn gerir NAVARA kláran í að takast á við virkilega erfiðar aðstæður. 

STÆRRI DEKK, MEIRI VEGHÆÐ OG FJÖÐRUN

YFIR HVAÐ SEM ER

Hugmyndin er að halda þyngdarpunkti bílsins eins lágum og kostur er til að viðhalda upphaflegum aksturseiginleikum og þægindum. Engu að síður er veghæð bílsins aukin verulega, þannig að hann fer yfir torfærur sem áður þurfti að forðast. Breiðari dekk dreifa þyngd bílsins betur og með því að minnka
þrýstinginn næst flot yfir sandbleytu, snjó og leðju.

Nissan Navara AT35
Arctic Trucks veltigrind
Arctic Trucks grillgrind
EGR húddhlíf
EGR vindskeiðar
Truxedo palllok
Aukaljós
Gangbretti
AT brettakantar og innri bretti
17×10 AT álfelgur

SETTU SAMAN BREYTINGAPAKKA

Arctic Trucks er umboðsaðili fyrir fjölda leiðandi framleiðenda á hers kyns aukabúnaði og íhlutum og við getum örugglega útvegað þér næstum allt sem þú þarfnast.

NISSAN NAVARA AT

Frá: kr. 0

Hér getur þú sett saman þinn eigin Navara með eða án breytingar og áætlað kostnað í heildarpakkann með allri vinnu og íhlutum. Pakkann má vista sem pdf-skjal og senda okkur til að fá tilboð í verkið.

NISSAN NAVARA AT33

kr. 640.000

Breyting án brettakanta. Nissan Navara AT33 er frábær til vinnu jafnt sem ferðalaga. Hærri bíllinn undir lægsta punkt, mýkri í akstri á grófum vegum og stöðugri.

Helstu breytingar:

 • Hækkun um 20mm að framan og 20mm að aftan
 • 285/70R17 - 33" dekk
 • Orginal felgur
 • Hjólastilling
 • Arctic Trucks merking

NISSAN NAVARA AT35

kr. 2.690.000

Hækkaður um 40mm að framan og 20mm að aftan, en Nissan Navara er útbúinn gormafjöðrun að aftan sem vinnur sérstaklega vel með þessari breytingu. Sérhannaðir brettakantar gefa kraftmeira útlit, stærri dekk stækka sporið og gefa betra drif í snjó, sandi og aur. Fjölbreyttur aukahlutabúnaður gerir mikið fyrir jeppann, sem fer nú flesta fjallvegi og vegleysur án vandræða. AT35 breyttur Nissan Navara jeppi er öflugur og traustur hvort sem er til vinnu eða ferðalaga.

Helstu breytingar:

 • Hækkun um 40mm að framan og 20mm að aftan
 • Úrklipping úr hjólaskálum framan og aftan
 • Arctic Trucks brettakantar
 • Arctic Trucks innri bretti
 • 315/70R17 - 35" dekk
 • 17x10 Arctic Trucks svartar álfelgur
 • Arctic Trucks aurhlífar
 • Hjólastilling
 • Hraðamælabreytir
 • Átaksmælir
 • Sérskoðun og vigtun
 • Slökkvitæki og sjúkrapúði
Flokkur:

1. Fylltu í reitina

2. Sækja PDF skjal eða fá í tölvupósti