Lýsing
PINGI rakapoki 300gr.
Með tímanum á það til að safnast raki inni í bílnum sem veldur móðu innan á rúðunum og gerir ómögulegt að sjá út úr bílnum. Móða á rúðum er ekki einungis pirrandi heldur getum við öll verið sammála um það að hún getur verið hættuleg.
PINGI grjónapokinn dregur í sig rakann og hjálpar til við að halda rúðunum móðufríum ásamt því að fanga vonda lykt sem fylgir oft rakamyndun í bílnum.
Pokinn er mjög einfaldur í notkun en framan á honum er hringur sem breytir um lit eftir hversu mikinn raka hann hefur dregið í sig. Sé hringurinn blár er pokinn alveg þurr og klár og hefur mikla rakdrægni en þegar pokinn er orðinn fullur af raka þá verður hringurinn bleikur. Þegar pokinn er fullur af raka þá er honum hent í örbylgjuofn í 6 mín á 600w og þá er hann svo gott sem nýr.
Frábær lausn fyrir blauta og kalda vetrarmánuði þegar bíllinn er fullur af raka og það vill frjósi innan á rúðunum.