Lýsing
Rukka® Offlane ferðahjólabuxur karla. Sterkt Nylon 500D efni með teygjanlegu efni í klofi, ofan við hné og við mjóbak. 100% öndunarefni, vatns og vindhelt Gore-Tex® innra byrði sem er hægt að fjarlægja. Innri „buxurnar“ er gott að nota í köldu og blautu veðri en fjarlægja þegar hlýnar. Buxurnar eru einungis vatns og vindheldar þegar innri buxurnar eru til staðar.
Nylon 500D ytra byrði
Loftun, öndunarop með rennilás og netfóðri
Stillanlegar í mittið
360° rennilás til að festa við Rukka jakka
Rukka D3O® Air XTR hlífar á hnjám og lærum, EN 1621-1 2012 Level 2