SUZUKI JIMNY AT33

kr. 2.390.000

Breytingin felst í hækkun að framan og aftan, ásamt uppfærðri slaglengri fjöðrun. Nýjar breiðari felgur og  33″ dekk gera bíl í þessari stærð mjög öflugan. Klippt er úr hjólskálum að framan og aftan til að gera pláss fyrir stærri dekk og leyfa bílnum að fjaðra sem mest. Beygjuradíus helst upprunalegur eftir breytingu. Nýjir brettakanntar framan og aftan gefa bílnum mjög jeppalegt og töff útlit. Ný innribretti eru sniðin í hjólskálarnar og  Arctic Trucks aurhlífar að framan og aftan til þess að hlífa honum fyrir grjótkasti. Þar sem ummálsaukning dekkjanna er veruleg er einnig notaður hraðamælabreytir til að leiðrétta fyrir dekkjastærðinni. Hér er á ferðinni ofurjeppi sem leynir á sér.

Helstu breytingar

  • Hækkar um 73mm undir lægsta punkt
  • 40 mm lengri demparar og gormar framan
  • 40 mm lengri demparar og gormar aftan
  • Stífusíkkun framan
  • Úrklippa í hjólskálum að framan og aftan
  • Samlitir brettakantar
  • Ný innri brettri
  • Stærri aurhlífar
  • 33×12,5R15 jeppadekk
  • 15×10 álfelgur
  • Hjólastilling
  • Hraðamælabreytir
  • Sérskoðun og vigtun
  • Slökkvitæki og sjúkrapúði
  • Arctic Trucks merki
Flokkur: