TOYOTA HILUX AT37

kr. 3.990.000

Með aukna hæð undir lægsta punkt auk þess sem 37″ dekkin skila betra floti fyrir akstur í snjó. Þessi breyting hentar þeim sem vilja eiga öflugan jeppa til hálendisferða jafnt að sumri sem vetri. Svo hægt sé að koma 37″ dekkjum undir Hilux þarf að búa til talsvert pláss með því að skera úr hjólaskálum, og hækka bílinn. Breiðir og háir brettakantar prýða bílinn og ný innri bretti verja hjólaskólar og búnað fyrir innan. Hilux AT37 er öflugur fjallabíll með mikla drifgetu í snjó.

Helstu breytingar:

 • Hækkar um 82 mm undir lægsta punkt
 • 40 mm upphækkun á fjöðrun að framan
 • Breyting á hjólskálum að framan og aftan
 • Samlitir brettakantar
 • Ný innri brettri
 • Stærri aurhlífar
 • Færsla á gangbrettum
 • Breyting á rúðuvökvakút
 • 37×12,5R17 jeppadekk
 • 17×10 álfelgur
 • Lækkuð drifhlutföll
 • Hjólastilling
 • Hraðamælabreytir
 • Sérskoðun og vigtun
 • Slökkvitæki og sjúkrapúði
 • Átaksmælir með festingu
 • Arctic Trucks merki
Flokkur:

Lýsing

Upphækkaður og skorið úr hjólskálum til að koma fyrir stærri dekkjum. Hækkun undir lægsta punkt, stærri brettakantar, 37×12,5×17 dekk og lægri drifhlutföll gera að Hilux AT37 að öflugum fjallabíl með mikla drifgetu í snjó.