VINNUÞJARKURINN

TOYOTA HILUX

„Besti 4×4 bíll sem ég hef ekið.“ — James May (Top Gear, BBC)

BÚIÐ Í BÍLNUM

SUMARPAKKINN

Pallhús
Arctic Trucks grillgrind
Snorkel
EGR vindskeið
ComeUp Dráttarspil
Stærri dekk og felgur
Samlitir og stærri brettakantar
Sérsmíðuð stigbretti

SETTU SAMAN HILUX BREYTINGAPAKKA

Arctic Trucks er umboðsaðili fyrir fjölda leiðandi framleiðenda á hers kyns aukabúnaði og íhlutum og við getum örugglega útvegað þér næstum allt sem þú þarfnast.

TOYOTA HILUX AT

Frá: kr. 0

Hér getur þú sett saman þinn eigin Toyota HILUX með eða án breytingar og áætlað kostnað í heildarpakkann með allri vinnu og íhlutum. Pakkann má vista sem pdf-skjal og senda okkur til að fá tilboð í verkið.

TOYOTA HILUX AT33

kr. 770.000

Hækkaður að framan á fjöðrun og með breytingu á hjólaskálum komast 33 tommu dekkin fyrir. Þessi breyting hækkar bílinn undir lægsta punkt en með nýju álfelgunum breikkar sporvíddin og bætir aksturseiginleika jeppans. Meiri veghæð ásamt grófari og stærri jeppadekkjum gera Hilux AT33 að öflugri jeppa.

Helstu breytingar:

  • Hækkar um ca 28 mm undir lægsta punkt
  • 40 mm upphækkun á fjöðrun að framan
  • Breyting á hjólskálum að framan
  • Stærri aurhlífar
  • 285/70R17 - 33” dekk
  • 17x8" álfelgur
  • Hjólastilling
  • Átaksmælir með festingu
  • Arctic Trucks merki

Þessa breytingu er auðvelt að uppfæra með brettaköntum, verð til viðbótar með ásetningu er 580.000 kr.

  • Samlitir brettakantar
  • 17x9" álfelgur

TOYOTA HILUX AT35

kr. 2.690.000

Svo hægt sé að koma 35” jeppadekkjum undir Hilux þarf að breyta yfirbyggingu töluvert og hækka bílinn á fjöðrun. Með nýjum innri brettum og stærri aurhlífum er komið í veg fyrir að grjót og óhreinindi valdi skemmdum. Háir og breiðir brettakantar ásamt aukinni veghæð gera mikið fyrir útlit jeppans auk þess sem aksturseiginleikar bætast.

Helstu breytingar:

  • Hækkar um 50 mm undir lægsta punkt
  • 40 mm upphækkun á fjöðrun að framan
  • Breyting á hjólskálum að framan og aftan
  • Samlitir brettakantar
  • Ný innri brettri
  • Stærri aurhlífar
  • Færsla á gangbrettum
  • Breyting á rúðuvökvakút
  • 315/70R17 - 35” jeppadekk
  • 17x10 álfelgur
  • Hjólastilling
  • Hraðamælabreytir
  • Sérskoðun og vigtun
  • Slökkvitæki og sjúkrapúði
  • Átaksmælir með festingu
  • Arctic Trucks merki

 

TOYOTA HILUX AT37

kr. 3.990.000

Með aukna hæð undir lægsta punkt auk þess sem 37" dekkin skila betra floti fyrir akstur í snjó. Þessi breyting hentar þeim sem vilja eiga öflugan jeppa til hálendisferða jafnt að sumri sem vetri. Svo hægt sé að koma 37" dekkjum undir Hilux þarf að búa til talsvert pláss með því að skera úr hjólaskálum, og hækka bílinn. Breiðir og háir brettakantar prýða bílinn og ný innri bretti verja hjólaskólar og búnað fyrir innan. Hilux AT37 er öflugur fjallabíll með mikla drifgetu í snjó.

Helstu breytingar:

  • Hækkar um 82 mm undir lægsta punkt
  • 40 mm upphækkun á fjöðrun að framan
  • Breyting á hjólskálum að framan og aftan
  • Samlitir brettakantar
  • Ný innri brettri
  • Stærri aurhlífar
  • Færsla á gangbrettum
  • Breyting á rúðuvökvakút
  • 37x12,5R17 jeppadekk
  • 17x10 álfelgur
  • Lækkuð drifhlutföll
  • Hjólastilling
  • Hraðamælabreytir
  • Sérskoðun og vigtun
  • Slökkvitæki og sjúkrapúði
  • Átaksmælir með festingu
  • Arctic Trucks merki

TOYOTA HILUX AT40

kr. 6.590.000

AT40 er fyrir þá sem vilja fara alla leið og gott betur. Til þess að hægt sé að koma 40” jeppadekkjum undir Hilux þarf að búa til talsvert pláss. Þetta er gert með því að síkka og færa fjöðrunarbita að framan og hækka afturfjöðrun til samræmis. Ennfremur þarf að auka svigrúm í hjólskálum og færa til búnað undir vélarhlíf. Breiðir og háir brettakantar prýða bílinn og ný innri bretti verja hjólskálar og búnað fyrir innan. Spindlar og fjöðrun að framan eru styrkt til að takast á við aukna yfirferð og álag sem myndast vegna stærri jeppadekkja.

Helstu breytingar:

  • Hækkar um 120 mm undir lægsta punkt
  • 90 mm upphækkun og færsla á fjöðrun að framan
  • 90 mm upphækkun að aftan
  • Spindlastyrking
  • 25 mm boddýlift
  • Breyting á hjólaskálum að framan og aftan
  • Samlitir brettakantar
  • Ný innri brettri
  • Stærri aurhlífar
  • Ný gangbretti
  • Breyting á rúðuvökvakút
  • 40” dekk og 17x12 álfelgur
  • 1:4.88 drifhlutföll
  • Hraðamælisbreytir
  • Slökkvitæki og sjúkrapúði
  • Hjólastilling
  • Sérskoðun og vigtun
  • Átaksmælir með festingu
  • Arctic Trucks merki

TOYOTA HILUX AT44

Þessi bíll var upphaflega hannaður til notkunar í löngum leiðöngrum á Suðurskautslandinu þar sem hann hefur verið notaður í nokkur ár og gefið frábæra raun. 44" Nokian dekkin gefa gott flot í mjúkum snjónum, en bíllinn getur borið allt að 1,3 tonnum.

Reynslan af þessum bílum er frábær, en helstu kostir þeirra eru:
 Einstök burðargeta |  Mikil drifgeta | Langdrægni | Mun minni eldsneytiseyðsla en hjá sambærilegum faratækjum.

Leitið til sölumanna varðandi útfærslu og verð.

Flokkur:

1. Fylltu í reitina

2. Sækja PDF skjal eða fá í tölvupósti