SÁ EINI SANNI

LAND CRUISER 150

Hærri, fallegri og með betra veggrip.

Þegar Land Cruiser 150 er settur á stærri dekk og lengri fjöðrun þarf að gera breytingar á boddíi og grind til að skapa pláss fyrir nýju dekkin. Útkoman er frábær, alhliða og öflugur jeppi fyrir krefjandi aðstæður. Land Cruiserinn hentar fyrir margvíslega breytingarpakka en fæst einnig með grunnpakka.

 

STÆRRI DEKK OG HÆRRI GRIND

33, 35, 37, 40, 44″ DEKK

Stærri dekk dreifa þyngd bílsins betur og með því að stjórna
þrýstingnum næst flot yfir sandbleytu, snjó og leðju.

Hæð undir lægsta punkt er aukin í hlutfalli við dekkjastærð og breytingar gerðar á fjöðrun.

Óbreyttur Land Cruiser er frábært farartæki og hefur alltaf verið það. Arctic Trucks breyttur Land Cruiser er einfaldlega geggjaður.”

Toyota LandCruiser 150 AT35 Croptest
Breytingar undir húddi
33-44″ jeppadekk
Hærri fjöðrun að aftan
Slökkvitæki og sjúkrapúði
Gangbretti
Styrktir spindlar
Hækkun um 35-120mm
Samlitir brettakantar

SETTU SAMAN BREYTINGAPAKKA

Arctic Trucks er umboðsaðili fyrir fjölda leiðandi framleiðenda á hvers kyns aukabúnaði og íhlutum og við getum örugglega útvegað þér næstum allt sem þú þarfnast.

TOYOTA LAND CRUISER 150 AT

Frá: kr. 0

Hér getur þú sett saman þinn eigin Land Cruiser með eða án breytingar og áætlað kostnað í heildarpakkann með allri vinnu og íhlutum. Pakkann má vista sem pdf-skjal og senda okkur til að fá tilboð í verkið. ATHUGIÐ AÐ VERÐ ER EINUNGIS TIL VIÐMIÐUNAR OG GETUR BREYST ÁN FYRIRVARA.

LAND CRUISER AT33

kr. 690.000

Breyting án kanta. Jeppinn er hækkaður og breytingar gerðar á hjólaskálum. Akstureiginleikar batna verulega og veghæð eykst. AT33 opnar möguleikinn á að hleypa lofti úr dekkjum þegar aðstæður krefjast. Jeppinn verður mýkri og skemmtilegri í akstri og fer betur með farþega og farangur.

Helstu breytingar:

 • Hækkar um 28 mm undir lægsta punkt
 • 40 mm upphækkun á fjöðrun að framan
 • 20 mm upphækkun á fjöðrun að aftan
 • Breyting á hjólaskálum að framan
 • Stærri aurhlífar
 • 285/70R17 - 33” dekk
 • 17x8 álfelgur
 • Hjólastilling
 • Átaksmælir með festingu
 • Arctic Trucks merki

Þessa breytingu er auðvelt að uppfæra með brettaköntum, verð til viðbótar með ásetningu er 589.000 kr.

 • Samlitir brettakantar
 • 17x9" álfelgur

LAND CRUISER AT35

kr. 2.790.000

Svo hægt sé að koma 35” jeppadekkjum undir Land Cruiser 150 þarf að breyta yfirbyggingu töluvert og hækka bílinn á fjöðrun. Með nýjum innri brettum og stærri aurhlífum er komið í veg fyrir að grjót og óhreinindi valdi skemmdum. Háir og breiðir brettakantar ásamt aukinni veghæð gera mikið fyrir útlit jeppans auk þess sem aksturseiginleikar bætast.

Helstu breytingar:

 • Hækkar um 50 mm undir lægsta punkt
 • 40 mm upphækkun á fjöðrun að framan
 • 40 mm upphækkun og 25 mm færsla á fjöðrun að aftan
 • Breyting á hjólskálum að framan og aftan
 • Samlitir brettakantar
 • Ný innri brettri
 • Stærri aurhlífar
 • Færsla á gangbrettum
 • Breyting á rúðuvökvakút
 • 315/70R17 - 35” jeppadekk
 • 17x10 álfelgur
 • Hjólastilling
 • Sérskoðun og vigtun
 • Slökkvitæki og sjúkrapúði
 • Átaksmælir með festingu
 • Arctic Trucks merki

LAND CRUISER AT37

kr. 3.990.000

Útlitsbreytingin sem fylgir breiðum brettaköntum og upphækkun er mikil, auk þess sem 37" dekkin skila betra floti fyrir akstur í snjó. Þessi breyting hentar þeim sem vilja eiga öflugan jeppa til hálendisferða jafnt að sumri sem vetri. Svo hægt sé að koma 37" dekkjum undir Land Cruiser 150 þarf að búa til talsvert pláss með því að skera úr hjólaskálum, hækka afturfjöðrun og færa afturhásingu aftar. Breiðir og háir brettakantar prýða bílinn og ný innri bretti verja hjólaskálar og búnað fyrir innan.

Helstu breytingar:

 • Hækkar um 82 mm undir lægsta punkt
 • 40 mm upphækkun á fjöðrun að framan
 • 40 mm upphækkun og 25 mm færsla á fjöðrun að aftan
 • Breyting á hjólskálum að framan og aftan
 • Samlitir brettakantar
 • Ný innri brettri
 • Stærri aurhlífar
 • Færsla á gangbrettum
 • Breyting á rúðuvökvakút
 • 37x12,5R17 jeppadekk
 • 17x10 álfelgur
 • Lækkuð drifhlutföll
 • Hjólastilling
 • Sérskoðun og vigtun
 • Slökkvitæki og sjúkrapúði
 • Átaksmælir með festingu
 • Arctic Trucks merki

LAND CRUISER AT40

kr. 6.590.000

Svo hægt sé að koma öflugum 40” jeppadekkjum undir Land Cruiser 150 til að hann geti fjaðrað í torfærum þarf að búa til mikið pláss. Þetta er gert með því að síkka fjöðrunarbita að framan, síkka afturfjöðrun og færa afturhásingu aftar. Ennfremur þarf að auka svigrúm í hjólskálum og færa til búnað undir vélarhlíf. Breiðir og háir brettakantar prýða bílinn og ný innri bretti verja hjólskálar og búnað fyrir innan. Spindlar og fjöðrun að framan eru styrkt til að takast á við aukna yfirferð og álag sem myndast vegna stærri jeppadekkja.

Land Cruiser 150 AT40 er notaður jafnt af fjallafólki, vinnuflokkum og björgunarsveitum við afar fjölbreyttar aðstæður.

Helstu breytingar:

 • Hækkar um 120 mm undir lægsta punkt
 • 90 mm upphækkun og 20 mm færsla á fjöðrun að framan
 • 90 mm upphækkun og 125 mm færsla á fjöðrun að aftan
 • Spindlastyrking
 • 25 mm boddýlift
 • Breyting á hjólaskálum að framan og aftan
 • Samlitir brettakantar
 • Ný innri brettri
 • Stærri aurhlífar
 • Ný gangbretti
 • Breyting á rúðuvökvakút
 • 40” dekk og 17x12 álfelgur
 • 1:4.88 drifhlutföll
 • Hraðamælisbreytir
 • Slökkvitæki og sjúkrapúði
 • Hjólastilling
 • Sérskoðun og vigtun
 • Átaksmælir með festingu
 • Arctic Trucks merki

Gluggavindhlífar Toyota LC150 09- DS 4 í setti

kr. 22.915

Uppfærðu útlitið á bílnum og fáðu meiri þægindi með EGR gluggavindhlífum. Koma 4 stk saman í setti.

Húddhlíf Toyota LC150 18-

kr. 22.915

Forðastu grjótbarning á húddinu og haltu framrúðunni hreinni lengur með þessari frábæru húddhlíf frá EGR.

Grillgrind LC150 2018-

kr. 228.197

Alvöru grillgrind! Þetta er ekki bara ljósastatíf, heldur fremsta varnarlínan í krapa og skörum.

Ekki til á lager

Grillgrind Toyota LC150 2018- lág svört

kr. 122.760

Festingar fyrir kastara 75mm Svartar - 2 stk

kr. 19.220

Festingar fyrir kastara sem festast utan um röragrindur, 75mm.

Strands 9" Siberia Night Ranger Kastari Flood

kr. 47.430 each

9" kastari frá Strands sem gefur frá sér ótrúlegt ljósmagn. Flood geisli og 20400 lúmens gerir það að verkum að það lýsist allt upp í allt að kílómeters fjarlægð. Einn af flottustu kösturum á markaðnum í dag. Bæði hvítt og appelsínugult stöðuljós.

Strands 9" Siberia Night Ranger Kastari Spot

kr. 47.430

9" kastari frá Strands sem gefur frá sér ótrúlegt ljósmagn. Spot geisli og 14280 lúmens gerir það að verkum að þú lýsir upp í allt að 1800 metra fjarlægð. Einn af flottustu kösturum á markaðnum í dag. Bæði hvítt og appelsínugult stöðuljós.

ARB Loftlæsing RD111 8,2" Toyota framdrif

kr. 205.985

ARB Loftlæsing að framan fyrir 8,2" Toyota framdrif.

Ekki til á lager

ARB Loftlæsing RD193 Toyota LC 150 aftan

kr. 207.456

ARB Loftlæsing að aftan fyrir Toyota Land Cruiser 150.

Loftdæla ARB fyrir læsingar 12V, compact kit

kr. 32.590

ARB loftdæla sem er ætluð fyrir loftlæsingar.

Ekki til á lager

Spilskúffa Arctic Trucks + 5cm lenging á prófíl / Óborað f. Splittbolta

kr. 79.899

Öflug spilskúffa hönnuð og smíðuð af Arctic Trucks. Passar fyrir flest öll spil.

Spil Come Up Seal 9,5rsi 12V Gen 2 Dynex fjarstyring

kr. 295.989

Eitt flottasta og besta spilið á markaðnum í dag. Þrælöflugt spil sem togar 9500 lbs eða 4300 kg, kemur með þráðlausri fjarstýringu, yfirálagsvörn, 12 þátta ofurtóg með húðun sem dregur ekki í sig bleytu.

Flokkur:

1. Fylltu í reitina

2. Sækja PDF skjal eða fá í tölvupósti