Lýsing
Til að koma 35” dekkjum undir LC150 þarf að breyta yfirbyggingu töluvert og hækka bílinn á fjöðrun. Með nýjum innri brettum og stærri aurhlífum er komið í veg fyrir að grjót og óhreinindi valdi skemmdum. Háir og breiðir brettakantarnir og aukin hæð gera mikið fyrir útlit jeppans auk þess sem aksturseiginleikar bætast.