Lýsing
Útlitsbreytingin sem fylgir breiðum brettaköntum og upphækkun er mikil, auk þess sem 37” dekkin skila betra floti fyrir akstur í snjó. Þessi breyting hentar þeim sem vilja eiga öflugan jeppa til hálendis- og jöklaferða jafnt að sumri sem vetri, en njóta um leið þæginda Land Cruiser 150.