Posted on

Rafmagnsnotkun aukabúnaðar

Rétt er að hafa í huga að rafalar í jeppunum eru ekki það öflugir að þeir geti haft við öllum hugsanlegum aukaljósum í einu. Reynslan hefur sýnt að öruggast er að vera ekki með fleiri en tvö ljósapör í gangi í einu með tilliti til rafmagnsnotkunar.

Dæmi:

Jeppi með tölvustýrða dísilvél í gangi og miðstöð stillta á hraða 2, útvarp lágt stillt, með farsíma í hleðslu, rúðuþurrkur stilltar á minni hraða og einungis stöðuljós kveikt, notar uþb. 21,7 amper. Þegar er kveikt á háuljósunum, sem eru tvisvar 60 vött, eykst orkunotkunin um 10 amper. Ef síðan er kveikt á kösturum, sem eru tvisvar 135 vött bætast við 22,5 amper. Þetta gera samtals 53,7 amper. Ef rafallinn er að hámarki 70 amper og ef ekið er með mismunandi snúning á vél og stundum látið ganga lausagang afkastar hann einungis ca 80% af hámarki, sem eru 56 amper. Við þessar aðstæður ætti straumnotkunin að vera í lagi en ef miðstöðin er sett á fullan hraða bætast við 8 amper og er þá straumnotkunin orðin meiri en rafallinn býr til og því verður jeppinn rafmagnslaus eftir nokkurn tíma.