Um okkur

ÚTI AÐ LEIKA FRÁ 1998

Arctic Trucks varð til inni í Toyotaumboðinu upp úr 1990 og starfaði þar í 15 ár, fyrst sem Toyota-aukahlutir og seinna sem Arctic Trucks. Fyrirtækið varð sjálfstætt 2005 og hefur haft starfsemi sína á Kletthálsi 3 síðan.

Við höfum alltaf lagt mikla áhersla á hönnun breytinganna sjálfra og þeirra íhluta sem hafa verið notaðir í breytingarnar. Allar stærri breytingar hafa til að mynda verið hannaðar frá upphafi með það í huga að staðla hvert handtak og hvert smáatriði til að tryggja rétt vinnulag og frágang.

Starfsmenn Arctic Trucks hafa í gegnum tíðina hannað ýmsa hluti sem hafa öðlast stóran sess í heimi jeppamanna á Íslandi. Þar má td. nefna AT405 38″ dekkið sem var hannað í kringum 1998 og er enn í fullu fjöri þó fleiri góð dekk hafi bæst við. Einnig fjöðrunina sem Freyr Jónsson heitinn hannaði upprunalega undir Toyota Hilux á sínum tíma en hefur síðan sést víða og tekið alls kyns breytingum.

Starfsmenn Arctic Trucks hafa að auki tekið þátt í fjölbreyttum þróunarverkefnum, jafnt innan fyrirtækisins sem á eigin tíma, og þannig hafa ýmsar snjallar nýjungar orðið til. Fyrir þetta erum við þakklát því með áhuga og hugmyndaauðgi starfsmanna hafa ótrúlegustu lausnir litið dagsins ljós og skilað sér beint til viðskiptavina Arctic Trucks.

Við höfum alltaf lagt mikla áherslu á vönduð vinnubrögð sem við teljum vera sérstöðu Arctic Trucks og þeirra bíla sem við höfum breytt í gegnum tíðina. Það er ekki óalgengt að hingað komi bílar sem var breytt fyrir jafnvel 15-20 árum þar eru breytingarnar sjálfar stráheilar og óryðgaðar þó annað í bílnum eins og grind og yfirbygging séu farin að láta verulega á sjá.

Við höfum þróað viðurkennda breytingapakka með framleiðendum á borð við Nissan, Toyota og Isuzu, Land Rover, Nissan, Ford og fleirum og þannig breytt götujeppum í jöklajeppa og bílar frá okkur hafa líklega heimsótt hvern einasta veiðistað á Íslandi.

Arctic Trucks hefur ávallt þróað breytingalausnir fyrir íslenskar aðstæður, en einnig kynnst verulega erfiðu umhverfi annars staðar af eigin raun. Segja má að bílar frá Arctic Trucks hafi slegið alls konar met víða um heim með því að komast þangað sem fá eða engin ökutæki hafi komist áður – á Suðurskautinu, íshellunni umhverfis Norðurpólinn, á Grænlandsjökli, í eyðimörkum Afganistan og víðar.

Arctic Trucks á Íslandi er sjálfstætt fyrirtæki en starfar undir merkjum Arctic Trucks International. Starfsstöðvar Arctic Trucks má finna í Noregi, Svíþjóð, Finnlandi, Póllandi, Bretlandi, Bandaríkjunum og Rússlandi. Þá hefur Arctic Trucks Polar getið sér gott orð á Suðurskautslandinu þar sem þeir bjóða upp þjónustu og aðstoð við rannsóknarfyrirtæki og leiðangra um ísbreiðurnar.

VERKSTÆÐI Í FREMSTU RÖÐ

Það segir sig kannski sjálft … en ekkert verra að segja það aftur

Við erum þaulreyndir sérfræðingar í breytingum á jeppum og jepplingum og leggjum áherslu á framúrskarandi vinnubrögð og góða þjónustu.

LENGST Í NORÐUR
OG LENGST Í SUÐUR

Arctic Trucks býr að um 400.000 km reynslu á Suðurskautslandinu.

Arctic Trucks kom fyrst á Suðurskautslandið árið 1996 og fyrsti verulega stóri leiðangurinn var farinn 2008-2009. Þar sönnuðu bílarnir okkar sig með eftirminnilegum hætti og hafa reynst frábærlega við þessar einstöku aðstæður.

Arctic Trucks jeppar geta nú leyst ýmis verkefni vísindafólks á Suðurskautslandinu sem áður kröfðust snjóbíla og vélsleða. Fyrir utan að vera margfalt þægilegri og sveigjanlegri kostur, sparast gríðarleg eldneytisnotkun og flókið viðhald með því að nota jeppana, sem einnig eru mun fljótari í förum.

Á NORÐURPÓLINN MEÐ TOP GEAR

Þegar Jeremy Clarkson ákvað að skreppa á Norðupólinn með bíl (en senda Richard Hammond með hundasleða) var Arctic Trucks eina lausnin sem átti raunhæfan möguleika í verkefnið. Eldrauð Toyota HiLux frá okkur fór alla leið þrátt fyrir vafasama meðferð á köflum. Þættina má finna hér.

REYNSLUBANKINN

Við höfum lent í ýmsu á 30 árum og söfnum allskonar þekkingu og fróðleik. Hér eru stuttar greinar um hitt og þetta sem tengist jeppum og jeppaferðum:

Að minnka loft í dekkjum

Aurhlífar

Breyting á hraðamæli

Flipaskurður (míkróskurður)

Færsla á hásingu

Hátt og lágt drif

Hersla á felgum

Ljós og staðsetning

Loftdælur

Millikælir (Intercooler)

Meira afl

Rafmagnsnotkun aukabúnaðar

Smurolíur

Úrklipping