Posted on

Smurolíur

Við val á smurolíu fyrir drifbúnað og vél skal fara eftir ráðleggingum framleiðenda. Þó þarf að velja frostþolnar olíur fyrir vetrarferðir um hálendi. Þær eru úr gerviefnum og eru það sem kallað er sintetískar (synthetic lubricant). Olíur úr gerviefnum fást á alla helstu slitfleti svo sem vél, gírkassa, sjálfskiptingu, vökvastýri, milligír og millikassa og sem feiti fyrir hjólalegur, hjöru- og stýrisliði. Rétt er að benda á að semí-sintetískar olíur hafa ekki sömu eiginleika í kulda og sintetískar.