Arctic Trucks – Þjónusta

VERSLUN, BREYTINGAR OG ÞJÓNUSTA Á KLETTHÁLSI

SKEMMTILEGASTA BÚÐIN Í BÆNUM

Verslunin okkar á Kletthálsi býður upp á glæsilegt úrval af ferðavörum, breytinga- og aukahlutum fyrir flestar gerðir bíla – en að sjálfsögðu með sérstaka áherslu á vörur fyrir fólk sem gerir sérstakar kröfur.

Komdu til okkar og skoðaðu nýjasta dótið, fáðu ráðgjöf hjá reyndum sölumönnum okkar eða sýndu okkur óskalistann og við getum næstum örugglega útvegað það sem þig vantar.

FJÖLHÆFT VERKSTÆÐI

Auk fjölbreyttra breytinga á öllum helstu gerðum fjórhjóladrifinna bíla sinnum við ásetningu aukahluta, ljóskastara, loftdæla, úrhleypibúnaðs, aukamiðstöðva og annars sem ferðalanga í óbyggðum gæti vanhagað um. Við þjónustum allar stærðir og gerðir bíla en sérhæfum okkur í fjórhjóladrifnum og breyttum bílum. Komdu til okkar ef þú þig vantar aðstoð með aukahlutina eða með greiningu á þessu skrýtna hljóði sem heyrist stundum og engin leið er að átta sig hvaðan það kemur.

Við höfum mikla reynslu af viðhaldi fjórhjóladrifinna bíla og gjörþekkjum bíla frá öllum helstu framleiðendum. Nýttu þér reynsluna og láttu okkur sinna fyrirbyggjandi aðgerðum og nauðsynlegu viðhaldi.

Bókaðu tíma á verkstæðinu

    SMUR- OG DEKKJAÞJÓNUSTA

    Við veitum vandaða smurþjónustu fyrir allar gerðir bíla og notum eingöngu viðurkenndar olíuvörur frá MOTUL og YAMALUBE. Það er td. mikilvægt að fylgjast vel með sjálfskiptingunni og sjá til þess að rétt vökvamagn sé á henni og að skipt sé um vökva með reglulegu millibili. Við búum yfir bestu tækjum til að flössa og þjónusta sjálfskiptingar – þú finnur muninn um leið.

    Dekkjaþjónusta er lykilatriði í viðhaldi og öryggi allra bíla. Stærri dekk geta verið snúin í ásetningu og þá skiptir reynslan öllu máli. Okkar menn eru þeir allra bestu, þó við segjum sjálfir frá, í því að meðhöndla stærri og minni dekk undir alla gerðir bíla.

    YAMAHA Á ÍSLANDI

    Arctic Trucks er umboðsaðili fyrir YAMAHA á Íslandi og við leggjum mikið upp úr því að bjóða gott úrval mótorhjóla, fjórhjóla, utanborðsmótora, rafstöðva, fatnaðar og annarra fylgihluta. Traust samband við Yamaha í Evrópu tryggir að afgreiðslutími á tækjum er stuttur og varahlutapantanir eru sjaldnast lengur 3-4 daga að koma í hús frá Evrópu og verðið er fyllilega samkeppnishæft.

    PISTEN BULLY

    Arctic Trucks er einnig umboðsaðili fyrir PistenBully á Íslandi og annast viðhald og varahlutaþjónustu fyrir PistenBully tæki. Hafðu samband við sölumenn okkar og þeir aðstoða við útvegun varahluta og við val á snjótroðara þegar svo ber undir.

    Bókaðu tíma í dekkja- eða smurþjónustu

    Pantaðu tíma í síma 540 4900, sendu okkur línu á info@arctictrucks.is.
    Þú getur líka bókað tíma beint í gegnum bókunarkerfið okkar: