Lýsing
Kolalaus og öflug loftdæla frá arb er frábær lausn fyrir fasta uppsetningu í bíl, hönnuð til að pumpa í dekk hratt og áreiðanlega. Með kolalausum mótor, virku kælikerfi og snjallri rafeindastýringu er dælan byggð til að skila stöðugum afköstum í breytilegum aðstæðum, hvort sem þú ert að fylla upp eftir slóðaakstur eða keyra loftbúnað í ferðalagi.
-
50% meiri afköst – ARB burstalausa loftdælan skilar allt að 50% meiri afköstum en núverandi markaðsleiðandi ARB loftdæla með burstum. Það þýðir styttri dælingartími og meiri tími í ævintýrin.
-
Virk kæling – Virkt kælikerfi með viftu í hverri mótor-/þjöppueiningu fyrir meiri afköst og lengri endingu.
-
Rafeindastýrð hraðastilling – Heldur uppi bestu mögulegu frammistöðu við mismunandi þrýsting og umhverfishita.
-
Spennu- og yfirálagsvörn – Verndar þjöppuna og aflgjafann gegn skemmdum vegna spennutoppa, spennufalls, sveiflna, ofstraums og mótorstopp.
-
Stöðug virkni – ARB burstalausa dælan fylgist stöðugt með sjálfri sér og aðlagar sig að þáttum eins og hita og sveiflum í hleðslukerfi ökutækis.
-
Engin relay nauðsynleg – Burstalaus mótor þýðir að ekki þarf að setja upp relay, sem styttir uppsetningartíma enn frekar.
-
Loftflæði: 131 L/min @ 0 PSI / 87.7 L/min @ 29 PSI
-
Duty cycle: 100%
-
Vörn: IP67 vatnsvarin + spennu- og yfirálagsvörn
-
Rafmagn: 12V, allt að 45A
-
Stærð/þyngd: 27.51cm × 32.51cm × 15.52cm – 4,35 kg
-
Ábyrgð: 3 ár



