Nýr og glæsilegur

VW AMAROK 

Arctic Trucks lyftir Volkswagen Amarok á næsta stig með vönduðum og glæsilegum breytingum. Í boði eru AT33, AT35 og AT37 breytingapakkar sem auka bæði afköst og útlit bílsins til muna. Með því að velja Arctic Trucks breytingu færðu verulega betra veggrip, meiri torfærugetu og öflugra yfirbragð sem sker sig úr. Allar breytingar eru hannaðar, prófaðar og settar upp af sérfræðingum Arctic Trucks með áherslu á gæði, endingu og öryggi. Hafðu samband við sölumenn okkar fyrir nánari upplýsingar og persónulega ráðgjöf.

 

 

 
Arctic Trucks grillgrind
 
EGR húddhlíf
 
EGR vindhlíf
 
Truxedo palldúkur
 
Meira ljós!
 
Rival gangbretti
 
Demparar

SETTU SAMAN BREYTINGAPAKKANN

Hér að neðan er yfirlit yfir helstu valkosti sem við mælum með fyrir þennan bíl. Settu saman pakka og fáðu tilboð frá okkur.

VW AMAROK AT

Frá: kr. 0

Hér getur þú sett saman þinn eigin VW Amarok með eða án breytingar og áætlað kostnað í heildarpakkann með allri vinnu og íhlutum. Pakkann má vista sem pdf-skjal og senda okkur til að fá tilboð í verkið.

VW AMAROK AT33

kr. 860.000

Þegar Amarok er breytt fyrir 33 tommu dekk er hann eingöngu hækkaður á fjöðrun. Bíllinn heldur því upprunalegum aksturseiginleikum sínum en hærra verður undir lægsta punkt. Þessi breyting er mjög góður kostur fyrir þá sem ekki hyggja á erfiðar vetrarferðir en vilja komast um fjallvegi án þess að reka bílinn niður.

Leitið til sölumanna varðandi útfærslu og verð.

VW AMAROK AT35

kr. 2.790.000

Svo hægt sé að koma 35” jeppadekkjum undir VW Amarok þarf að breyta yfirbyggingu töluvert og hækka bílinn á fjöðrun. Með nýjum innri brettum og stærri aurhlífum er komið í veg fyrir að grjót og óhreinindi valdi skemmdum. Háir og breiðir brettakantar ásamt aukinni veghæð gera mikið fyrir útlit jeppans auk þess sem aksturseiginleikar bætast.

Helstu breytingar:

  • 40 mm upphækkun á fjöðrun að framan
  • 25 mm upphækkun að aftan
  • Breyting á hjólskálum að framan og aftan
  • Samlitir brettakantar
  • Ný innri brettri
  • Stærri aurhlífar
  • Arctic Trucks gangbretti
  • 315/70R17 - 35” jeppadekk
  • 17x10 álfelgur
  • Hjólastilling
  • Hraðamælabreytir
  • Sérskoðun og vigtun
  • Slökkvitæki og sjúkrapúði
  • Átaksmælir með festingu
  • Arctic Trucks merki
Flokkur:

1. Fylltu í reitina

2. Sækja PDF skjal eða fá í tölvupósti