Yamaha Wolverine® RMAX™4 1000 LE – 2026
kr. 5.890.000
Yamaha Wolverine RMAX 4 1000 LE er „side-by-side“ sem er byggður fyrir langa daga á slóðum og torfærum þar sem þægindi, stjórn og afköst þurfa að haldast í hendur – mjög viðeigandi fyrir íslenskar aðstæður þar sem þú ferð oft úr möl í grjót, bleytu og bratta kafla á sama túr. Hann er með 999cc, 2-sílendra vél og Drive-Mode með stillingunum Sport / Trail / Crawl, þannig að þú getur valið karakterinn eftir því hvort þú vilt sprækari akstur, jafna torfærukeyrslu eða hægari og nákvæmari stjórn þar sem gripið er lítið.
Þægindin eru líka stór partur af pakkanum: 4 sæta og lengra hjólhaf hjálpar bæði með akstursþægindi og stöðugleika í ójöfnum aðstæðum. Fjöðrunin er FOX® 2.0 iQS með rafstillanlegum dempurum beint úr sætinu svo þú aðlagar fjöðrunina á ferðinni þegar þú ferð úr harðri möl í grjót, bleytu, aur eða snjó, og EPS stýrið er stillanlegt fyrir nákvæmari stjórn. Fyrir búnað og ferðir er þetta líka praktískt tæki: pallurinn er hannaður fyrir burð og festingar og getur flutt allt að 272 kg, og kemur með WARN® VRX 45 dráttarspili og uppfærðum framstuðara – gott þegar þarf að draga sig (eða aðra) upp úr krapa, aur eða snjósköflum.
- 5 ára ábyrgð
- 10 ára ábyrgð á drifreim
🔗 PDF Bæklingur
🔗 Aukahlutir
Ekki til á lager