Yamaha MT-09 Y-AMT – 2025
kr. 3.110.000
Yamaha MT-09 er “Hyper Naked” hjólið fyrir þá sem vilja alvöru karakter í hverri inngjöf — lipurt í bænum, stöðugt á opnum köflum og með nóg afl til að gera íslenska sveitavegi (og vindinn) skemmtilegri. Það er með EU5+ 890cc CP3 3-sílendra vél, 6-ása IMU með hallanæmum aðstoðarkerfum, Yamaha Ride-Control stillanlegum akstursstillingum og cruise control fyrir lengri kafla.
Í daglegri notkun er þetta líka mjög “nútímalegt” hjól: 5” litaskjár (TFT) með MyRide snjallsímatengingu og Garmin StreetCross leiðsögn, auk þess sem MT-09 er einnig í boði með Smart Key.
Y-AMT Skiptingin, fjarlægir þörfina fyrir kúplingshandfang og gírpetala: þú getur annaðhvort skipt sjálfur með fingrastýrðum rofa á stýrinu (clutchless) eða valið sjálfskiptingu. Í sjálfskiptingunni færðu tvær akstursstillingar, D (mýkri, rólegri skipting) og D+ (sportlegri skipting með hærri snúningi) — mjög þægilegt í stop-and-go umferð en líka skemmtilegt þegar þú vilt einbeita þér meira að flæði og línu á veginum.
🔗 PDF Bæklingur
🔗 Aukahlutir
Ekki til á lager