Lýsing
Alveg snilldar ventlahetta frá Apex Design sem býður upp á hagkvæma leið til að tæma loft úr dekkjunum fljótt til og örugglega. Þessi handhæga vetnlahetta er með innbyggðan lofttæmara í lokinu sem er ótrúlega hentugt þegar hleypa á úr dekkjunum, þú einfaldlega skrúfar ventlahettuna af, snýrð henni við og skrúfar aftur á og við það þrýstist pílan í ventlinum niður og lofttæming hefst.
Hvernig virkar þetta?
- Fjarlægðu tappann af ventlinum og fjarlægðu gúmmíhlífina.
- Snúðu hettunni við og skrúfaðu aftur á ventilinn þinn (hettan ýtir niður pílunni í ventlinum og tæmir dekkin þín).
- Fylgstu með þrýstingi í dekkjum þar til þú nærð tilætluðum þrýstingi, fjarlægðu síðan hettuna, snúðu henni aftur og settu aftur á ventilinn þinn.