Lýsing
BASE RACK frá ARB er framúrskarandi toppgrindakerfi með nánast endalausum möguleikum.
Toppgrindurnar eru útfærðar fyrir flestar gerðir fjórhjóldrifsbíla og sitja lágt til þess að minnka loftmótstöðu og eru einnig hannaðar þannig að það hvíni síður í þeim. Grindurnar eru einstaklega vel hannaðar eru léttar og með margþætt notkunarmöguleika.
Þessi grind er 1.835mm á lengd og 1.155mm á breidd. Vegur 18,5kg og getur borið allt að 175kg. Grindin er með 7 þverbitum.
Hentar fyrir: Wider Canopy or smaller Wagon
Góð toppgrind getur breytt öllum ferðamöguleikum þegar kemur að því að velja hvað er hægt að taka með og eins hvaða búnað er hægt að hlaða á bílinn til þess að auka þægindi og öruggi á ferðalögum.
Festingar eru fáanlegar í fjölmörgum útfærslum og fjölbreyttur búnaður er í boði sem auðvelt er að festa á BASE RACK grindur.
Dæmi um búnað á BASE RACK
- LED-bar ljós
- LED-vinnuljós
- Markísur
- Vindskeiðar
- Festingar fyrir drullutjakka
- Rúlla aftan á grind til að auðvelda hleðslu þungra hluta og til að verja bílinn
- Festingar fyrir gaskúta
- Festingar fyrir bensínbrúsa / Jerry Can
- Ströppur fyrir varadekk
Festingar sem eru sérhannaðar fyrir Baserack eru mjög fjölbreyttar og hægt að fá:
- Augu
- Ströppur
- Teygjur
- T-Rennur
Með réttu festingunum er mjög fljótlegt að hlaða á grindina og festa niður búnað og að sama skapi mjög auðvelt og fljótlegt að taka ofan af grindinni.
Baserack er kerfi sem við hjá Arctic Trucks mælum sérstaklega með fyrir alla fjórhjóladrifsbíla og fólk sem vill ferðast með rétta búnaðinn með sér.