Lýsing
ARB driflæsing að aftan fyrir Land Cruiser 250, ARB air lockers er leiðandi lausn til að auka grip bílsins. Þegar læsing er af, virkar drifið eins og venjulega en svo með því að ýta á rofa læsiru því 100%. Kosturinn við ARB Air Locker felst í loftþrýstistýrðu læsingarkerfi sem er innbyggt í mismunadrifið. Þegar læsingin er virk stöðvast snúningur innri gíranna og öxlarnir snúast í takt við hvorn annan, sem tryggir hámarks mögulegt grip á öllum hjólum drifásins. Þegar læsingin er óvirk starfar mismunadrifið eins og hefðbundið opið drif og heldur þannig mjúkum aksturseiginleikum á venjulegum vegum.
Með ARB driflæsingu er hægt að aka hægar, öruggar og með meiri stjórn, sem dregur verulega úr líkum á tjóni á ökutækinu og minnkar áhrif á umhverfið. Sterk smíði og hágæða efni tryggja að búnaðurinn þolir mikið álag við krefjandi aðstæður. ARB driflæsingar hafa sannað sig við íslenskar aðstæður í fjölda ára.
