Dráttartóg AT 25mm 15m 14500kg

kr. 27.309

Öflug dráttartóg frá Arctic Trucks sem er hönnuð til að standast erfiðar aðstæður og hjálpa þér að komast áfram þegar allt er stopp. Taugin er búin til úr kinetic-efni sem teygist undir álagi og skapar þannig mjúkt og stöðugt tog. Þetta minnkar högg og álag á bæði bíla og festingar og skilar mun öruggari og skilvirkari björgun en hefðbundin óteygjanleg dráttartóg.

Aðeins 1 eftir á lager

Vörunúmer: hyrhr0891 Flokkar: , Brand:

Lýsing

Öflug dráttartóg frá Arctic Trucks sem er hönnuð til að standast erfiðar aðstæður og hjálpa þér að komast áfram þegar allt er stopp. Taugin er búin til úr kinetic-efni sem teygist undir álagi og skapar þannig mjúkt og stöðugt tog. Þetta minnkar högg og álag á bæði bíla og festingar og skilar mun öruggari og skilvirkari björgun en hefðbundin óteygjanleg dráttartóg.

Dráttartógin er 25 mm í þvermál og 15 metrar að lengd, sem gerir hana bæði sterka, meðfærilega og hentuga fyrir flesta fjórhjóladrifna bíla, jeppa og pick-upa. Slitþolið er 14.500 kg og eru endarnir með hlífðarhulsum sem vernda bæði taugina og festipunkta bílsins gegn núningi. Liturinn er djúpblár og passar vel við Arctic Trucks útlitið sem margir þekkja og treysta.