Lýsing
Við kynnum með stolti nýja þriggja hluta felgu. Hönnuð af sérfræðingum Arctic Trucks út frá áratuga reynslu á fjöllum og suðurskautinu. Nýja felgan sameinar nákvæma verkfræðihönnun, endingargildi og styrkleika, sérstaklega hugsuð fyrir erfiðar aðstæður þar sem áreiðanleiki skiptir öllu.
Felgan er smíðuð með skýrum tilgangi: að einfalda rekstur, auðvelda viðhald og bæta aksturseiginleika án málamiðlana. Útkoman er létt, sterk og þjónustuvæn lausn sem nýtir bestu aðferðir samtímans í efnisvali og smíði.
Hvað skilur hana frá hefðbundnum felgum?
- Sérhannað dekkjasæti og affelgunarkantur sem tryggir stöðugt grip og loftheldni, framar því sem þekkist á hefðbundnum felgum.
- Sléttar, kónískar tunnur sem draga úr drullu-, snjó- og klakasöfnun, auðveldar þrif og bjóða uppá meira rými yfir bremsudælur en aðrar felgur.
- Loftgöng í miðjustykki fyrir ventla og krana sem endurspeglast í minni klaka við ventla og minni hættu á skemmdum við klakahreinsun eða vegna aðskotahluta.
- Engir ventlar í tunnunum: hægt að skipta um tunnur án þess að hrófla við ventlum eða krönum.
- Boltaflangs og miðjustykki eins svo hægt sé að nota allar miðjur og tunnur saman, innri og ytri. Symmetrískar tunnur.
- Auðvelt að vinna með felguna, hægt að taka í sundur og vinna með handverkfærum „úti í mörkinni“.
- Útskiptanlegar stakar tunnur ef kantur skemmist, ódýrara en að skipta allri felgunni út.
- Nákvæm smíði, léttar og sterkbyggðar, 6061-T6 smíðuð (forged) ál-miðja og 6061-T6 flow-formed tunnur.
- Stífari og beinni en breikkaðar stálfelgur.
- Load-rated í öllum 6 gatadeilingum.
- Festingar fyrir úrhleypibúnað (CTIS) og miðjulok fylgja með.
- O-hringir, ventlar og kranar valið útfrá endingu og gæðum.
- Dacromet boltar, skinnur og rær, betri tæringarvörn og góðar gengjur.
- Rifflaðar rær til að herða og yfirfara herslu utan frá.
- Þríþrepa yfirborðsmeðhöndlun: grunnur, lakk og glæra, slitþolin og falleg áferð.
- AT-merki og herslutölur greiptar í miðjustykki fyrir auðveldari þjónustu.
- 15″ breiðar í fyrstu sendingu, 12″ væntanlegt



