Lýsing
Tvöfalt lárétt gegnumtak frá Scanstrut sem gerir þér kleift að leiða tvær snúrur í gegnum yfirborð án þess að skerða vatnsheldni eða útlit. IP68 vottun tryggir hámarks vernd gegn vatni og ryki – tilvalið fyrir sólarrafhlöður, hleðslulausnir og raftengingar á ferðabílum, jeppum, bátum og yfirbyggingum.
-
Vatnshelt IP68 – heldur vatsnheldni, jafnvel í krefjandi veðrum
-
Hentar fyrir tvær snúrur með tengi
-
Svört, látlaus hönnun sem fellur vel að umhverfi
-
Einföld uppsetning – öll festing og þétting fylgir
Frábær lausn þegar tvær snúrur þurfa örugga, snyrtilega gegnumtöku í einni einingu.











