Lýsing
Láttu ekki íshrím á ljósi skemma fyrir þér birtuna. Hið sterka og öfluga Siberia XP Heat vinnuljósið er með upphitaða linsu sem heldur ís og krapa frá henni. Ljósið gefur frá sér mikið ljósmagn eða 3710 raunveruleg lumens og 68 metra drægni sem bjóða upp á hámarks skyggni í hvaða stormi sem er. Sjálfvirka upphitunaraðgerðin tengist með sérstakri snúru og virkjast þegar hitastigið nær eða fer niður fyrir 5°C til að halda linsunni heitri. Ljósið er vatnshelt með ip-einkuninna IP68/IP69K, kemur í sterku álhúsi og með hertu gleri. Ljósið er með gulu og rauðu stöðuljósi sem hægt er að tengja við park, hitunaraðgerðina eða einfaldalega sleppa að hafa þau virk. Tveggja metra snúra fylgir.