Lýsing
Okkar vinsælasta dæla hefur loksins verið betrumbætt. Nýja Viaair 85P töskudælan kemur nú með stafrænum mæli og forstilltum þrýstingi með sjálfvirkri lokun sem gerir loftdælingu í dekk öruggari og nákvæmari en nokkru sinni fyrr – allt með goðsagnakenndri frammistöðu og áreiðanleika VIAIR.
85P er lítil en öflug dæla með innbyggðu LED vinnuljósi og hentar fyrir allt að 31″ dekk. Hún tengist í sígarettukveikjaratengi (15A). Dælan kemur í handhægri tösku og með slöngu og raflögnum. Loftþrýsting má lesa og stilla af skjá á dælunni.