Lýsing
Baja Legend MTZ dekkið er grófmynstrað jeppadekk (alhliða Mud Terrain munstur) Á hliðunum á dekkjunum eru Mickey Thompson Sidebiters®, sérhannað hliðargrip sem veitir aukið grip í snjó og erfiðum aðstæðum. 3ja laga hliðarveggir auka burð dekkjanna, bæta stjórn og stöðugleika á bílnum. Dekkið er með frekar stórum kubbum sem er auðvelt að míkróskera, og munstri sem hreinsar sig vel og gefa því gott grip. Saman við gúmmíið er blandað T4 silica efni sem bætir grip í bleytu og eykur endingu og mýkt dekkjanna. Svo má ekki gleyma að þau lúkka bara ansi vel líka.