Lýsing
PIAA DKW551 eru hvít og gul 5″ LED ljós í fyrirferðarlítilli og fjölhæfri hönnun sem hentar jafnt fólksbílum, vörubílum, jeppum, torfærutækjum, sem og fjórhjólum og mótorhjólum. Ljósin eru hluti af línu PIAA af nettum LED-ljósum sem sameina öfluga lýsingu, mikla endingu og breitt notkunarsvið. Hægt er að stilla ljósin bara gul, bara hvít eða bæði gul og hvít.
Ljósin eru afhent sem fullbúið sett, með hllífðargrindum, vatnsheldum rofa og allri nauðsynlegri raflögn, þar á meðal relay og öryggi. Fyrir notkun á fjórhjólum og mótorhjólum fylgir einnig sérstakur festibúnaður fyrir rofa á stýri, sem auðveldar uppsetningu og notkun í akstri.
Hvíta og gula glerið gefur frá sér hlýjan ljósblæ, sem er einstaklega áhrifaríkur í slæmum veðurskilyrðum á borð við þoku, rigningu, snjókomu og skerta sýn. Þessi ljósdreifing dregur úr endurkasti og eykur skýrleika vegyfirborðsins, sem bætir öryggi og þægindi við akstur í erfiðum aðstæðum.
PIAA DKW551 LED ljósin eru með evrópska ECE-gerðarviðurkenningu, sem gerir þau lögleg til notkunar á almennum vegum.
Piaa 5″ kastarar hvítir og gulir – Betri sýnileiki











