Yamaha Grizzly 700 EPS Special Edition – 2026

kr. 2.900.000

Yamaha Grizzly 700 EPS SE er fjórhjól sem er hannað fyrir alvöru íslenskar aðstæður, til að mynda ójafna slóða, lausamöl, bleytu og drullu. 686cc vélin ásamt Ultramatic® skiptingunni skilar mjúkum en kraftmiklum viðbrögðum, og all-wheel vélarhemlun gefur betri stjórn þegar farið er niður brekkur. Með On-Command® 2WD/4WD/Diff-lock skiptirðu á milli drifa eftir því hvort þú ert á harðri slóð, í leðju eða þar sem gripið þarf að vera í hámarki. EPS rafmagnsstýrið, sjálfstæð fjöðrun með KYB dempurum og diskabremsur út í hjól gera aksturinn bæði þægilegri og öruggari – jafnvel þegar veðrið er “íslenskt”. Fyrir verk og ævintýri kemur Grizzly líka vel búið: WARN VRX 25 dráttarspil, 600 kg dráttargetu, burðargetu á grindum (50 kg að framan / 90 kg að aftan) og 18L tank.

  • 5 ára ábyrgð
  • 10 ára ábyrgð á drifreim

🔗 PDF Bæklingur
🔗 Aukahlutir

Ekki til á lager

Fá tölvupóst þegar vara kemur aftur á lager

This site is protected by reCAPTCHA and the Google Privacy Policy and Terms of Service apply.
Flokkar: , Brand:

Lýsing

  • Vél – 686cc, 1-Sílender Fjórgengis
  • Skipting og gírar – Ultramatic® Reimdrifin – L/H/R
  • Stýri – Rafmagnsstýri
  • Drif – 2WD, 4WD, Diff-Lock
  • Blautvigt – 355 kg
  • L x B x H – 2.070 x 1.230 x 1.253
  • Hæð frá jörðu – 300 mm
  • Bensíntankur – 18L
  • Sæti – 1-Manna
  • Fjöðrun framan – KYB, 193mm
  • Fjöðrun aftan – KYB, 232mm
  • Dekk framan – 27x10R14
  • Dekk aftan – 27x10R14
  • Skráning – Dráttarvélaskráð, hvít númer