Yamaha Kodiak 450 EPS – 2026

kr. 2.250.000

Yamaha Kodiak 450 EPS er skynsamlega stærðin fyrir íslenskar aðstæður: lipurt og létt í meðförum á þröngum slóðum, en samt alvöru vinnutæki þegar þarf að draga, bera og komast áfram í bleytu, aur eða snjó.
Hjólið er með 421cc vökvakældri 4-gengis vél og Ultramatic® sjálfskiptingu með all-wheel vélarhemlun, sem skilar mjúkum togkrafti og betri stjórn í brekkum. EPS rafmagnsstýrið dregur verulega úr þreytu á höndum og herðum yfir langan dag. Kodiak 450 getur borið allt að 120 kg á grindum og togað allt að 600 kg, sem hentar vel fyrir kerrur, verkfæri, girðingar, eldivið eða búnað í sveit og sumarhúsi. Þegar aðstæður breytast kemur On-Command® drifið sterkt inn með 2WD/4WD og læsingu (Diff-lock) fyrir hámarksgrip þar sem aðrir gefast upp.

  • 5 ára ábyrgð
  • 10 ára ábyrgð á drifreim

🔗 PDF Bæklingur
🔗 Aukahlutir

Ekki til á lager

Fá tölvupóst þegar vara kemur aftur á lager

This site is protected by reCAPTCHA and the Google Privacy Policy and Terms of Service apply.
Flokkar: , Brand:

Lýsing

  • Vél – 421cc, 1-Sílender – Fjórgengis
  • Skipting og gírar – Ultramatic® Reimdrifin – L/H/R
  • Stýri – Rafmagnsstýri
  • Drif – 2WD, 4WD, Diff-Lock
  • Blautvigt – 308kg
  • L x B x H – 2.035 x 1.180 x 1.160
  • Hæð frá jörðu – 245mm
  • Bensíntankur – 14L
  • Sæti – 1-Manna
  • Fjöðrun framan – KYB, 171mm
  • Fjöðrun aftan – KYB, 189mm
  • Dekk framan – 25x8R12
  • Dekk aftan – 25x10R12
  • Skráning – Dráttarvélaskráð, hvít númer