Yamaha MT-07 Y-AMT – 2025

kr. 2.560.000

Yamaha MT-07 er eitt af þessum mótorhjólum sem passar ótrúlega vel í íslenskan raunveruleika: lipurt í bænum, sprækt á sveitavegum og með nóg “grunt” þegar vindurinn tekur eða vegurinn verður holóttur. CP2 690cc (EU5+) 2-sílendra vélin er þekkt fyrir sterkt tog og skemmtilegan karakter — hjólið togar vel úr lágum snúningi og er því afslappað í daglegum akstri.

Í tækni færðu 5” litaskjá (TFT) með mismunandi þemum, snjallsímatengingu og leiðsögn, sem er þægilegt þegar þú vilt halda einbeitingu á veginum en samt hafa upplýsingarnar skýrar.

Y-AMT skiptingin, sem gefur þér val um að skipta sjálfur án kúplingshandfangs (með fingrastýrðum “see-saw” rofa á stýrinu) eða láta hjólið skipta sjálft þegar þú vilt einfaldari akstur — til dæmis í stop-and-go umferð eða á löngum köflum í mótvindi. Kerfið vinnur með Yamaha Ride Control (YRC) og á MT-07 Y-AMT færðu einnig cruise control (eingöngu á Y-AMT útgáfunni)

  • 5 ára ábyrgð

🔗 PDF Bæklingur
🔗 Aukahlutir

Ekki til á lager

Fá tölvupóst þegar vara kemur aftur á lager

This site is protected by reCAPTCHA and the Google Privacy Policy and Terms of Service apply.
Flokkar: , Brand:

Lýsing

  • Vél – 689cc, 2-sílendra – Fjórgengis
  • Gírkassi – 6-Gírar, Y-AMT Sjálfskipt & Beinskipt
  • L x B x H – 2.065 x 780 x 1.110
  • Sætishæð – 805 mm
  • Blautvigt – 186 kg
  • Bensíntankur  – 14L
  • Framdempari slaglengd – 130 mm
  • Afturdempari slaglengd – 130 mm
  • Dekk framan – 120/70R17
  • Dekk aftan – 180/55R17
  • Mótorhjólapróf – A eða A2 í 35Kw útfærslu