Yamaha MT-125 – 2025

kr. 1.910.000

Yamaha MT-125 er “Hyper Naked” hjólið sem hentar fullkomlega fyrir íslenskan hversdagsakstur: lipurt í umferðinni, auðvelt í meðförum í þröngum götum og nógu skemmtilegt þegar þú tekur hring um bæinn eða upp á heiði á góðum degi. Það er með 125cc EU5+ vél með VVA (Variable Valve Actuation) sem skilar góðu togi neðarlega og krafti þegar þú opnar inngjöfina – þannig að hjólið er sprækt bæði í bæjarakstri og utan hans.

Tæknilega er hún líka vel búin í 125-flokknum: 5” litaskjá (TFT) með þremur skjáþemum, snjallsímatengingu í gegnum MyRide og turn-by-turn leiðsögn, sem er þægilegt þegar veðrið er breytilegt og þú vilt halda augunum á veginum.

Til að gera aksturinn mýkri og öruggari er MT-125 með assist & slipper kúplingu (léttari kúpling og rólegri niðurskipting), og “stóra MT” útlitið með twin-eye stöðuljósum og árásargjörnu formi sem lætur hana líta út eins og hún sé stærri en hún er.

  • A1 Mótorhjólapróf

🔗 PDF Bæklingur
🔗 Aukahlutir

Ekki til á lager

Fá tölvupóst þegar vara kemur aftur á lager

This site is protected by reCAPTCHA and the Google Privacy Policy and Terms of Service apply.
Flokkar: , Brand:

Lýsing

  • Vél – 125cc, 1-sílender – Fjórgengis
  • Gírkassi – 6-Gírar Beinskipt
  • L x B x H – 1.960 x 800 x 1.065
  • Sætishæð – 810 mm
  • Blautvigt – 138 kg
  • Bensíntankur  – 10L
  • Framdempari slaglengd – 130 mm
  • Afturdempari slaglengd – 110 mm
  • Dekk framan – 100/80R17
  • Dekk aftan – 140/70R17
  • Mótorhjólapróf – A1