Yamaha Ténéré 700 Rally – 2026

kr. 3.190.000

Yamaha Ténéré 700 Rally er útgáfan fyrir þá sem vilja fara lengra inn á slóðina – og hafa meiri “rally” tilfinningu í pakkanum. Hún byggir á sama CP2 689cc grunni, með YCC-T rafstýrðri inngjöf, akstursstillingum og möguleika á að slökkva á ABS og spólvörn þegar þú vilt fulla stjórn á möl, vikri eða grófu undirlagi.

Rally munurinn sést fyrst og fremst í undirvagninum og smáatriðunum: fullstillanlegur KYB framgaffall með langri fjöðrunarvegalengd, fullstillanleg afturdempun og 255 mm veghæð – sem er akkúrat það sem nýtist á íslenskum F-vegum, holóttum heiðum og grýttum köflum. Hjólið er líka með rally-sæti (910 mm sæthæð), títan fótstig og 4 mm vélarhlíf (skid plate) fyrir meiri vörn þegar farið er út fyrir “þægindarhringinn”.

Svo er það líka í glæsilegu “Dakar” í útliti: 80’s Paris-Dakar innblásið litasett, hátt frambretti og 6,3″ TFT skjár með Raid þema, símatengingu tengingu og leiðsögn – þannig að þú færð bæði karakter og tækni, án þess að hjólið missi einfaldleikann sem Ténéré er þekkt fyrir.

  • 5 ára ábyrgð

🔗 PDF Bæklingur
🔗 Aukahlutir

Aðeins 1 eftir á lager

Flokkar: , Brand:

Lýsing

  • Vél – 689cc, 2-sílendra – Fjórgengis
  • Gírkassi – 6-Gírar Beinskipt
  • L x B x H – 2.370 x 935 x 1.490
  • Sætishæð – 910 mm
  • Blautvigt – 210 kg
  • Bensíntankur  – 16L
  • Framdempari slaglengd – 230 mm
  • Afturdempari slaglengd – 220 mm
  • Dekk framan – 90/90R21
  • Dekk aftan – 150/70R18
  • Mótorhjólapróf – A eða A2 í 35kw útfærslu