Yamaha Ténéré 700 World Raid – 2026
kr. 3.340.000
Yamaha Ténéré 700 World Raid er útgáfan fyrir þá sem ætla að keyra lengra á milli áfangastaða – mjög “íslenskt” þegar þú ert á löngum köflum á malbiki og möl, og vilt ekki vera stöðugt að hugsa um næstu dælu. Kemur með 23 lítra tvöföldum (side-mounted) bensíntönkum, sem Yamaha gefur upp að geti skilað um 500 km drægni eftir akstri, og þyngdin situr lágt fyrir betri jafnvægi og stöðugleika.
World Raid er líka meira “high-spec” í búnaði: 6-ása IMU með lean-sensitive aðstoðarkerfum (t.d. ABS og spólvörn/Slide control), YCC-T rafstýrð inngjöf með akstursstillingum, cruise control og speed limiter fyrir langa kafla, auk uppfærðrar KYB fjöðrunar og stillingar á stýrisdempara fyrir meiri stjórn þegar undirlagið verður ójafnt eða vindurinn tekur í. Svo færðu 6,3″ litaskjá (TFT) með símatengingu og leiðsögn til að halda utan um leiðina, hvort sem þú ert á hringnum eða að elta næstu slóð.
🔗 PDF Bæklingur
🔗 Aukahlutir
Ekki til á lager