Yamaha Tracer 7 GT Y-AMT – 2026
kr. 3.150.000
Yamaha TRACER 7 GT Y-AMT er sport-touring hjól sem passar sérlega vel við íslenskan veruleika: langir kaflar, mikill vindur, breytilegt veður og blanda af malbiki og malarvegum. Hjólið er knúið af hinni skemmtilegu 689cc CP2 vél sem er þekkt fyrir sterkt tog og mjúka aflrás – þannig að hjólið er bæði afslappað í daglegum akstri og sprækt þegar þú vilt meira fjör.
GT-útgáfan er hönnuð með ferðalög í huga og kemur með hörðum hliðartöskum, hærri framrúðu, comfort-sæti, hitahandföngum og miðjustandi – allt atriði sem skipta miklu þegar þú ert að hjóla lengra, keyra á köldum morgnum eða vilt vera tilbúinn fyrir “íslenskar” aðstæður.
Fyrir 2026 er TRACER 7 GT einnig kynnt með Y-AMT (Yamaha Automated Manual Transmission) valkosti, sem leyfir þér að velja á milli sjálfvirkrar skiptingar eða handvirkrar skiptingar með rofa á stýrinu (án kúplingshandfangs) – mjög þægilegt í borgarakstri og stop-and-go, en líka skemmtilegt þegar þú vilt einbeita þér að línu og flæði á sveitavegum.
🔗 PDF Bæklingur
🔗 Aukahlutir
Ekki til á lager