Yamaha Tracer 9 – 2025
kr. 3.220.000
Yamaha TRACER 9 er sport-touring hjól sem hittir beint í mark fyrir íslenskar aðstæður: langt á milli staða, mikill vindur og veður sem getur breyst hratt. Hún byggir á 890cc CP3 3-sílendra vélinni (119 hö / 93 Nm) sem er bæði kraftmikil og mjúk í daglegum akstri — og skemmtileg þegar vegurinn verður góður.
Í búnaði er hún “ferðaklár”: 7” TFT skjár, cruise control + speed limiter, 10 þrepa stillanleg framrúða (50 mm svið) og endurbætt yfirbygging fyrir betri veðurvörn sem minnkar þreytu á löngum köflum. Fyrir kvöld- og myrkursakstur eru LED framljós með cornering ljósum sem lýsa betur inn í beygjur.
🔗 PDF Bæklingur
🔗 Aukahlutir
Ekki til á lager