Yamaha Viking EPS – 2026

kr. 3.680.000

Yamaha Viking EPS er hinn klassíski “do-it-all” 3ja sæta buggy fyrir íslenskar aðstæður — þegar þú vilt flytja fólk og farangur um slóða, möl, bleytu og ójafnt land án þess að gera málin flókin. 686cc 1-sílenders fjórgengis vél með EFI innspýtingu og Ultramatic® skiptingu með vélarhemlun, sem gefur rólegt og stjórnlegt tog í vinnu og betri öryggistilfinningu í brekkum.

Í gripi er Viking á heimavelli: On-Command® kerfið gerir þér kleift að skipta snöggt á milli 2WD, 4WD og 4WD með diff-lock, sem er gulls ígildi þegar þú ferð úr harðri slóð í aur, krapa eða snjó. EPS rafmagnsstýrið léttir líka verulega álagið á löngum dögum og þegar tækið er hlaðið.

Fyrir verk og flutninga er hann sérstaklega nytsamlegur með göngugólfi (walk-through) og tippanlegum flutningspalli í euro-pallettu stærð sem getur borið allt að 272 kg — hentugt fyrir verkfæri, girðingarefni, eldivið eða búnað í sumarhúsið.

  • 5 ára ábyrgð
  • 10 ára ábyrgð á drifreim

🔗 PDF Bæklingur
🔗 Aukahlutir

Ekki til á lager

Fá tölvupóst þegar vara kemur aftur á lager

This site is protected by reCAPTCHA and the Google Privacy Policy and Terms of Service apply.
Flokkar: , Brand:

Lýsing

  • Vél – 686cc, 1-sílender – Fjórgengis
  • Skipting og gírar – Ultramatic® Reimdrifin – L/H/R
  • Stýri – Rafmagnsstýri
  • Drif – 2WD, 4WD, Diff-lock
  • Blautvigt – 649 kg
  • L x B x H – 3.100 x 1.570 x 1.925
  • Hæð frá jörðu – 300 mm
  • Bensíntankur – 36,7L
  • Sæti – 3-Manna
  • Fjöðrun framan – KYB – 205 mm
  • Fjöðrun aftan – KYB – 205 mm
  • Dekk framan – 25x8R12
  • Dekk aftan – 25x10R12
  • Skráning – Dráttarvélaskráð – Hvít númer