Arctic Trucks Nokian Hakkapeliitta 44″ 475/70R17

kr. 299.990

Arctic Trucks Nokian 44″ er sérstaklega hannað til aksturs við sérlega erfiðar aðstæður að vetri. Það hefur frábært grip, einstaka ending og flýtur mjög vel í djúpum snjó.

Á lager

Vörunúmer: arct445631 Flokkar: , , , Brand: ,

Lýsing

Einstakt jeppadekk sem er sérhannað og framleitt eftir kröfum Arctic Trucks. Þetta dekk er afrakstur áralangra tilrauna og prófana á dekkjum við allra erfiðustu skilyrði m.a. á Íslandi og á Suðurskautinu. Niðurstaðan er þetta einstaka dekk sem tryggir frábært flot og drifgetu í snjó og vegleystum auk þess að vera hljóðlátt og mjög gott í daglegum akstri á vegum.
Þetta er dekk sem hefur gjörbreytt akstursupplifun margra breyttra bíla og er sérlega endingargott.

Hakkapeliitta 44 er sérstaklega hannað fyrir sérútbúna jeppa, og skarar það fram úr í gripi og endingargæðum. Dekkið vegur um 70 kíló og er rúmur metri í þvermál, miðhluti mynstursins hefur „mjög skarpa V-laga kanta sem eru hannaðir til að hreinsa snjó og krapa úr rásunum.“ Breidd mynstrisins og stærð dekksins „tryggja að dekkið ferðast áreynslulaust jafnvel á mjúku undirlagi.“ snjór er engin áskorun fyrir Nokian Hakkapeliitta 44.