Veljið loftdælunni stað sem er eins kaldur og hægt er og fjarri hitagjöfum. Þetta mun hjálpa dælunni að vinna kaldari og endast lengur.
- Festið dæluna alltaf hærra en loftinntakið á lofttankinum til koma í veg fyrir að raki leki úr tanki yfir í dæluna.
- Látið dæluna alltaf vinna fyrir neðan hámarksþrýsting sem gefinn er upp fyrir hverja dælu.
- Notið alltaf loftþrýstingrofa sem slekkur á dælunni við hámarksþrýsting dælunnar eða fyrir neðan hann.
- Látið bílinn alltaf ganga á meðan dælan er í gangi til að vera viss um að hún fái nægan straum.
- Lág spenna (volt) leiðir til sveiflu í straumi (amp) sem getur skemmt mótor dælunnar.
- Dælan ætti að liggja eins nálægt rafgeymi bílsins til að halda plús vírnum eins stuttum og mögulegt er og straummagni (amp) eins lágu og hægt er.
- Öryggisventlar ættu að vera settir á 25 psi hærra en loftþrýstingsrofinn.
- Öryggisventlar byrja að leka allt að 15psi lægra en þeir eru stilltir fyrir.
- Setjið affallskrana til að fjarlægja auka raka úr lofttanki og munið að losa auka raka reglulega.
- Notið alltaf “inline” (vír) öryggi þegar lagt er að dælunni frá 12 volta rafgeymi.
- Notfærið ykkur alltaf inntakssíu ef hún kemur með dælunni.
- Veljið inntakssíunni stað þar sem hún getur tekið inn hreint, þurrt og kalt loft.
- Ef þú notar lofttank, notið ekki hosu með “open-ended tire chuck”.
- Notið alltaf loftþrýstingsrofa ef þú notar lofttank.
- Við mælum með að nota ekki stærri en 5 gallona lofttank með VIAIR dælum. Stærri tankar krefjast að bætt sé við dælum til að viðhalda árangri.
Hér er tafla fyrir réttan loftþrýsting í dekkjum.